Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
7.4.2007 | 18:13
Söfnunarreikningur?
Búið að ráða niðurlögum elds í fjölbýlishúsi við Kríuhóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 14:23
Já ég er hryðjuverkamaður!
Á mbl.is er frétt um það að bankarnir þurfi núorðið að spyrja alla sem flytja viðskipti sín yfir í bankan hvort þeir séu hryðjuverkamann eða einhver í fjölskyldunni tengjist hryðjuverkasamtökum. Mér er spurn myndi hryðjuverkamaður segjast vera í hryðjuverkasamtökum ef hann yrði spurður í banka? Ég efast um það enda væri löggan þá komin í hörkusamkeppni við bankamenn í baráttunni við hryðjuverkamenn og það væri skrítið.
ps. það er ekki vænlegt að vera hryðjuverkamaður á Íslandi? Ég held að það tæki nú enginn eftir því erlendis ef það yrði sprengdur upp strætó á Íslandi.
Ertu hryðjuverkamaður? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 22:08
BINGO, leyft en samt bannað!
Ég sá það í fréttunum í kvöld að lögreglan hafði ekki séð ástæðu til þess að stöðva BINGO sem haldið var á Austurvelli í dag þrátt fyrir að bann hafi verið sett á slíka skemmtun í dag. Aftur á móti stoppaði lögreglan skemmtun á NASA í gær og framfylgdi þar með banninu á skemmtunum um páskana.
Það væri fínt að fá að vita það næst fyrir fram hvaða lög má brjóta og hvaða lög má ekki brjóta! Afhverju var þetta bann sett ef það má síðan spila BINGO? Hefði ekki verið nær að leyfa bara BINGO um páskana í stað þess að lögreglan sé ekki að fram fylgja reglum.
Vantrú heldur bingó á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 11:11
Ráðherra með vit eða...
Bíll sem stolið var frá Beckham er nú ráðherrabíll í Makedóníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 13:38
Sjálfstætt fólk í ÍSLENSKRI þýðingu í Portúgal!
Hefði ekki verið nær að gefa Sjálfstætt fólk út í Portúgal á Portúgalskri þýðingu frekar íslenskri?? Þó að einstaka barþjónn geti sagt "góðan dag" þá efast ég um að portúgalarnir ráði við að lesa Sjálfstætt fólk á íslensku.
Sjálfstætt fólk eftir Laxness komin út í Portúgal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2007 | 14:10
Flöggum í hálfa stöng 31. mars ár hvert til að minnast þess er Hafnfirðingar sögðu NEI
Hver vann sigur í kosningunum í Hafnarfirði?
Eru það umhverfisvinirnir sem að kusu það að
- álverið verði ekki stækkað upp í 420 þús tonn heldur verður það látið nægja að stækka upp í 380 þús tonn.
- Álverið þarf ekki að borga fyrir að setja línuna í jörðu eins og það hefði gert ef við hefðum öll sagt -já-
- Reykjanesbrautin verður ekki færð og þar með verður álverið enþá alveg ofan í okkur og ekkert hægt að byggja þarna hinum megin við götuna að viti.
- Álverið þarf ekki að setja upp neina sérstaka hreinsibúnaði...
- Hafnarfjarðarbær fær ekki neinar auka tekjur sem bærinn hefði fengið hefði fólk samþykkt stækkunina.
Eða er það kannski bara álverið því það þarf ekki að fara út í kosnaðarsamt ferli til að gera Hafnfirðinga sátta?
Burt frá því hvað verði um álverið í framtíðinni þá held ég að laugardagurinn 31. mars hafi verið sorgardagur í sögu Hafnarfjarðar. Dagurinn markar upphaf þess að fyrirtæki verði að hugsa sig tvisvar um áður en þau ákveða að setja upp starfstöðvar hér í bæ. Hvaða fyrirtæki hefur áhuga á því að starfa í bæ sem heimilar ekki að fyrirtækið vaxi og dafni?? Og hefði er ekki sniðugra fyrir umhverfi okkar íslendinga að hafa fá og stór álver en að hafa lítil álver í hverri sveit??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)