3.4.2007 | 14:10
Flöggum í hálfa stöng 31. mars ár hvert til að minnast þess er Hafnfirðingar sögðu NEI
Hver vann sigur í kosningunum í Hafnarfirði?
Eru það umhverfisvinirnir sem að kusu það að
- álverið verði ekki stækkað upp í 420 þús tonn heldur verður það látið nægja að stækka upp í 380 þús tonn.
- Álverið þarf ekki að borga fyrir að setja línuna í jörðu eins og það hefði gert ef við hefðum öll sagt -já-
- Reykjanesbrautin verður ekki færð og þar með verður álverið enþá alveg ofan í okkur og ekkert hægt að byggja þarna hinum megin við götuna að viti.
- Álverið þarf ekki að setja upp neina sérstaka hreinsibúnaði...
- Hafnarfjarðarbær fær ekki neinar auka tekjur sem bærinn hefði fengið hefði fólk samþykkt stækkunina.
Eða er það kannski bara álverið því það þarf ekki að fara út í kosnaðarsamt ferli til að gera Hafnfirðinga sátta?
Burt frá því hvað verði um álverið í framtíðinni þá held ég að laugardagurinn 31. mars hafi verið sorgardagur í sögu Hafnarfjarðar. Dagurinn markar upphaf þess að fyrirtæki verði að hugsa sig tvisvar um áður en þau ákveða að setja upp starfstöðvar hér í bæ. Hvaða fyrirtæki hefur áhuga á því að starfa í bæ sem heimilar ekki að fyrirtækið vaxi og dafni?? Og hefði er ekki sniðugra fyrir umhverfi okkar íslendinga að hafa fá og stór álver en að hafa lítil álver í hverri sveit??
Eldri færslur
Af mbl.is
Erlent
- Málið vindur upp á sig: Nítján handtökur
- Trump líkir sakfellingu Le Pen við eigin lagadeilur
- Lík nýfædds barns fannst í poka
- Óþekkjanlegt frá hryllingnum sem blasti við
- Yfir þúsund drepnir á þrettán dögum
- Bandaríkjamenn segja útilokun Le Pen áhyggjuefni
- Bandarískir hermenn fundust látnir í Litháen
- Neyðarsöfnun hafin fyrir börn í Mjanmar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.