Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Að eiga barn

þegar ég les greinarnar um litlu stelpuna sem rænt var í Portúgal þá pæli ég mikið í því hvort það bíði hennar eitthvað betra líf hjá foreldrum sínum en mannræningjanum. Fólk sem getur ekki passað börnin sín á bara ekkert að eiga börn, notið smokka fólk!!!

Vonandi læra foreldrarnir af þessu og passa hin börnin eða bara að yfirvöld taki börnin af þessum greinilega óhæfu foreldrum og komi þeim í umsjón fólks sem hefur þroska í það að eiga börn.

 Skil samt ekki hvernig löggan getur verið svona viss um að barnið sé enn í Portúgal því mannræninginn getur verið staðsettur hvar sem er í heiminum núna.


mbl.is Portúgalska lögreglan telur að stúlkan sem rænt var sé enn á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söfnunarreikningur?

Ætli maðurinn hafi opnað söfnunarreikning svo fólk geti styrkt hann í því að kaupa sér nýjan búnað til að halda ræktuninni sinni áfram.
mbl.is Búið að ráða niðurlögum elds í fjölbýlishúsi við Kríuhóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já ég er hryðjuverkamaður!

Á mbl.is er frétt um það að bankarnir þurfi núorðið að spyrja alla sem flytja viðskipti sín yfir í bankan hvort þeir séu hryðjuverkamann eða einhver í fjölskyldunni tengjist hryðjuverkasamtökum. Mér er spurn myndi hryðjuverkamaður segjast vera í hryðjuverkasamtökum ef hann yrði spurður í banka? Ég efast um það enda væri löggan þá komin í hörkusamkeppni við bankamenn í baráttunni við hryðjuverkamenn og það væri skrítið.

ps. það er ekki vænlegt að vera hryðjuverkamaður á Íslandi? Ég held að það tæki nú enginn eftir því erlendis ef það yrði sprengdur upp strætó á Íslandi.


mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BINGO, leyft en samt bannað!

Ég sá það í fréttunum í kvöld að lögreglan hafði ekki séð ástæðu til þess að stöðva BINGO sem haldið var á Austurvelli í dag þrátt fyrir að bann hafi verið sett á slíka skemmtun í dag. Aftur á móti stoppaði lögreglan skemmtun á NASA í gær og framfylgdi þar með banninu á skemmtunum um páskana.

Það væri fínt að fá að vita það næst fyrir fram hvaða lög má brjóta og hvaða lög má ekki brjóta! Afhverju var þetta bann sett ef það má síðan spila BINGO? Hefði ekki verið nær að leyfa bara BINGO um páskana í stað þess að lögreglan sé ekki að fram fylgja reglum.


mbl.is Vantrú heldur bingó á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra með vit eða...

Æjæj bílnum hans Beckhams var víst stolið og endaði bíllinn í hönum ráðherra í Makedóníu. Hún hefur þó lýst því yfir að ef Beckham vilji bílinn aftur þá muni hún persónulega rétta honum lyklana...það sem fólk gerir til að hitta Beckham, ég hefði meiri áhuga á því að eiga bílinn, BMW X5, en að hitta kappann.
mbl.is Bíll sem stolið var frá Beckham er nú ráðherrabíll í Makedóníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstætt fólk í ÍSLENSKRI þýðingu í Portúgal!

Hefði ekki verið nær að gefa Sjálfstætt fólk út í Portúgal á Portúgalskri þýðingu frekar íslenskri?? Þó að einstaka barþjónn geti sagt "góðan dag" þá efast ég um að portúgalarnir ráði við að lesa Sjálfstætt fólk á íslensku.


mbl.is Sjálfstætt fólk eftir Laxness komin út í Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flöggum í hálfa stöng 31. mars ár hvert til að minnast þess er Hafnfirðingar sögðu NEI

Hver vann sigur í kosningunum í Hafnarfirði?

Eru það umhverfisvinirnir sem að kusu það að

  • álverið verði ekki stækkað upp í 420 þús tonn heldur verður það látið nægja að stækka upp í 380 þús tonn.
  • Álverið þarf ekki að borga fyrir að setja línuna í jörðu eins og það hefði gert ef við hefðum öll sagt -já-
  • Reykjanesbrautin verður ekki færð og þar með verður álverið enþá alveg ofan í okkur og ekkert hægt að byggja þarna hinum megin við götuna að viti.
  • Álverið þarf ekki að setja upp neina sérstaka hreinsibúnaði...
  • Hafnarfjarðarbær fær ekki neinar auka tekjur sem bærinn hefði fengið hefði fólk samþykkt stækkunina.

Eða er það kannski bara álverið því það þarf ekki að fara út í kosnaðarsamt ferli til að gera Hafnfirðinga sátta?

 

Burt frá því hvað verði um álverið í framtíðinni þá held ég að laugardagurinn 31. mars hafi verið sorgardagur í sögu Hafnarfjarðar. Dagurinn markar upphaf þess að fyrirtæki verði að hugsa sig tvisvar um áður en þau ákveða að setja upp starfstöðvar hér í bæ. Hvaða fyrirtæki hefur áhuga á því að starfa í bæ sem heimilar ekki að fyrirtækið vaxi og dafni??  Og hefði er ekki sniðugra fyrir umhverfi okkar íslendinga að hafa fá og stór álver en að hafa lítil álver í hverri sveit??


áðstuþóliljugötu takk

Ég fór svona að pæla hvort það skipti fólk almennt máli hvað gatan heitir sem það kaupir sér íbúðir við. Það er allavega ekki rosalega þjált að búa á Ástu-Sóllijugötu og það getur reynst fólki erfitt að segja hvar það býr ef það er mjög drukkið að láta leigubílsstjóra vita hvert á að skutla þeim. Já og fermingarboðskortin í hverfinu þurfa líklega að vera í stærri stærð svo götunafnið komist örugglega fyrir.


mbl.is Götur nefndar eftir kvenpersónum úr verkum Laxness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skrítið eða?

Er ekki stofnun Árna Magnússonar staðsett í Árnagarði í Háskóla Íslands??? Var ekki samstarf fyrir á milli Háskólans og stofnunar Árna Magnússonar?? Ég er bara að pæla...
mbl.is Samstarf Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

jei

jei ég hef svo gaman af svona hengingardóti, finnst eins og við séum farin aftur til miðalda eða hvenær sem það var sem ekki voru til betri leiðir til að drepa menn.

Ætli hengingin komi örugglega ekki á youtube? Væri alveg til í að horfa á þetta sko Bandit


mbl.is Fyrrum varaforseti Íraks og samstarfsmaður Saddams Husseins verður hengdur í dögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Gáfnaljós
Gáfnaljós
Gáfnaljós með skoðanir á umheiminum
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband